Stríð milli fasista

Punktar

Stríð Kiev og Moskvu í Austur-Úkraínu er valdabarátta fasista, dæmigert blóðbað á jaðarsvæði. Um Pútín vitum við, að hann er rússneskur mafíubófi. Um stjórnina í Kiev vitum við, að þar eru hreinir fasistar í bland. Stríðið snýst um grátt svæði, þar sem sumir eða margir íbúar tala ýmist rússnesku eða halla sér að rússnesku kirkjunni. Pútín hefur étið Krímskaga og vill meira. Ögrar nágrönnum til að auka stuðning hins breiða massa rússneskra þjóðrembinga. Vesturlönd eru réttilega hræddari við Pútín en Poroshenko og styðja stjórnina í Kiev. Þarna er teflt um gífurleg landsvæði og gífurlegan fólksfjölda. Að venju tapar fólkið.