Tímaritið BUSINESS INSIDER ber saman heilsukerfi Evrópu samkvæmt tölum Numbeo, rannsóknastofnunar í tölfræði. Þar er Frakkland efst með 83 stig og svo Danmörk með 79 stig. Svíþjóð, Þýzkaland og Noregur hafa 76 stig. Þetta eru löndin með toppþjónustu í heilsu. Ísland stendur langt að baki með 58 stig, næst neðan við þriðja heims ríkið Búlgaríu. Staðfestir, sem ég og ýmsir hafa sagt, að Ísland missti af lest Norður-Evrópu og komst niður í flokk með Austur-Evrópu. Stafar af, að ríkisstjórn bófaflokka skar tugi milljarða af ríkisfjárlögunum. Afhenti þá kvótagreifum og auðgreifum með niðurskurði auðlindarentu og auðlegðarskatts.