Reykjavík slíti samstarfi

Punktar

Hluti vangetu stjórnar Strætó stafar af, að Reykjavík stjórnar þar ekki. Nærri allir stjórnarmenn eru valdir af meirihluta Sjálfstæðisflokksins í svefnbæjunum umhverfis Reykjavík. Formaðurinn er úr Mosfellssveit. Og fólks af þessu tagi er allra manna ólíklegast til að hafa tilfinningu fyrir þeim, sem minna mega sín. Þetta er sams konar fólk og það, sem grefur á alþingi og í ríkisstjórn undan velferð og heilsu fátækra. Reykjavíkurborg hefur asnast til að gagna í bandalag með nágrannabæjunum um rekstur Strætó. Og hefur svo mátt sitja undir hellidembu af gagnrýni út af rekstri Strætó. Bezt er því, að borgin slíti þessu samstarfi.