Brá fæti fyrir kaup

Punktar

Seljandi gagna um þýfi Íslendinga í erlendum skattaskjólum vantreystir kerfinu, sem á að sjá um, að gögnin nýtist til skattheimtu og sekta. Telur líklegt, að prósenta af hagnaði ríkisins muni skila sér illa sem sölulaun á þessum gögnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti það skilyrði fyrir kaupum gagnanna, að verðið yrði skilgreind prósenta af tekjunum. Auðvitað hefur ríkiskerfið alla möguleika á að hlífa þjófunum og rýra, til dæmis með fyrningu mála. Málið er í hnút vegna kröfu Bjarna Benediktssonar, sem býr við fyrirskipanir frá vinum og ættingjum. Því verða gögnin ekki keypt hérna, þótt önnur ríki hafi keypt.