Einkavæðing heilsunnar

Punktar

Einkavæðing heilsunnar er ekki framtíðardraumur, þótt nýr landlæknir og Björt framtíð tali svo. Hún er veruleiki dagsins. Frægasti þátturinn er einkavæðing tannlækninga. Veldur því, að fátækir tíma ekki að láta gera við tennur. Annað dæmi eru skipti á augasteinum. Fátækir sæta því einfaldlega að verða blindir. Almenningur lætur sig hafa það að bíða í hálft annað ár eftir fyrra auga og síðan hálft annað ár eftir síðara auga. Í millitíðinni hefur hann búið við skaðleg áhrif frestunar og misræmis. Vel stæðir borga og fá nýja augasteina strax eftir hádegi. Þetta er bara einn þáttur ógeðslegrar stéttaskiptingar.