Stofnun rýrir öryggi

Punktar

Vilji Ólöf Nordal innanríkisráðherra efla þjóðaröryggi, gerir hún það ekki með sérstakri stofnun. Um allan heim er bitur reynsla af slíkum stofnunum. Vænisýki þeirra veldur ómældum skaða, leyndarhyggju og lögbrotum, hnýsni og fláttskap. Sjáið til dæmis leyniþjónustur Bandaríkjanna og Bretlands, sem frægar eru að endemum. Í Bandaríkjunum sæta borgarar leynilegum dómstólum með leynilegum ákærum og leynilegum dómstexta. Hins vegar mundi Ólöf efla þjóðaröryggi með því að vernda borgarana gegn fasískum hugmyndum um slíkar stofnanir. Það væri nóg að ráða Styrmi Gunnarsson til að ráfa um og taka fólk tali um vonda kommúnista.