Átakanleg öldrun

Punktar

FRÉTTABLAÐIÐ birtir í dag átakanlegar upplýsingar um ömurlega dvöl gamalmenna á ýmsum hælum. Gamla fólkið liggur langtímum saman í eigin þvagi og því er stillt upp langtímum saman við stillimynd sjónvarps. Því er haldið dofnu með mikilli lyfjagjöf og starfsfólk skilur varla íslenzku. Ævikvöldið er samkvæmt þessu í mörgum tilvikum fyrirkvíðanlegt. Samfélagið þarf að rannsaka þessi mál. Og koma þeim í það horf, sem talið er mannsæmandi á norðurlöndunum. Kanna þarf meðferð gamlingja og halda góðar skrár um lyfjanotkun. Samtímis þarf að auðvelda fólki að velja að hverfa í grænni haga til að sleppa undan svívirðu elliheimilanna.