Fall Framsóknar sker sig úr í öllum könnunum. Hinir þrír partar fjórflokksins fá sömu prósentu og í kosningunum. Fokið nemur tuttuguþúsund vonsviknum. Hafa fattað, að Framsókn mun ekki standa við loforð um stórfelldar gjafir. Einnig var fyrirsjáanlegt, að fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna væri frosið. Sviku þjóðina fyrir kosningar um stjórnarskrá og kvótalög og hafa sýnt lítil merki um iðrun. Meiri furðu vekur, að Sjálfstæðis skuli halda fylginu. Flokkurinn hefur sýnt einstæða fylgispekt við auðgreifa og óbeit á hvers konar velferð fátækra. Sannfærðir kjósendur hans eru harðlæstir í stuðningi við aukna stéttaskiptingu.