Vinstrið hrekkur upp

Punktar

Gott er, að formaður Vinstri grænna fattar, að vinstri flokkarnir urðu undir í baráttu um hugmyndir og orð. Sjálfstæðisflokki tekst enn að misnota orð, þótt túlkun hans hafi orðið gjaldþrota erlendis. Orð eins og stöðugleiki og frelsi. Nú er spurningin, hvort eitthvert malt sé eftir í Vinstri grænum. Samfylkingin er verr stödd, hefur misst samband við láglaunafólk. Þar tala menn í staðinn um „bíllausan lífsstíl“ og aðra óra, sem eiga engan hljómgrunn fátækra. Og þar er formaður, sem er eins og klipptur út úr banka. Minnir kjósendur á, að vinstri stjórninni mistókst hrapallega að koma böndum á siðblindingja bankanna.