Engin svör fást

Punktar

Það er léleg afsökun fyrir aðild Íslands að TISA-samningum, að hún sé Össuri Skarphéðinssyni að kenna. Þegar viðræðurnar byrjuðu, var ekki vitað, hvílíkt skrímsli þær yrðu. Í síðasta lagi um mitt síðasta ár átti utanríkisráðuneytið að fatta, að þar væri ekki allt með felldu. Þá hafði Wikileaks birt heilmikið af leyniskjölum viðræðnanna. Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra þarf að útskýra, hvað Ísland er að gera þarna. Hvort geðbilunin sé að einhverju leyti einkamál Martins Eyjólfssonar sendifulltrúa. Hvort ríkisstjórnin vilji, að risafyrirtæki fái réttarstöðu þjóðríkja. Og að innviðir samfélaga verði almennt einkavæddir.