Fleygið þeim út

Punktar

Tvennt er brýnt. Í fyrsta lagi að fjármagna endurreisn heilsu og velferðar með endurheimt auðlindarentu og auðlegðarskatts. Í öðru lagi að flytja milljarða frá atvinnurekendum til launafólks með endurheimtri stéttabaráttu. Það gengur ekki, að einokun og fáokun geti flutt breytingar á kostnaði á neytendur. Hér er minni samkeppni en í stóru löndunum og fyrirtækin hafa komizt upp með hvað sem er. Út í hött er, að þolað sé, að hinir langbezt stæðu margfaldi tekjur sínar. Og hefji síðan ofsagrát, þegar láglaunafólk vill geta lifað af launum sínum. Þá er nærtækast að fleygja atvinnurekendum út. Auðvitað í krafti lífeyrissjóðanna.