Ísland er orðið að landi, þar sem láglaunafólk getur ekki lifað af launum sínum og hefur því ekki aðgang að neinu frelsi. Þar sem ungt fólk getur ekki byggt eða keypt þak yfir höfuðið. Þar sem fjöldinn tekur engan þátt í hlutabréfum og hefur notað séreignasparnaðinn til að borga af hrunskuldum. Þannig hafa rústast helztu hugsjónir Sjálfstæðisflokksins um frjálsa einstaklinga. Stefna flokksins leiddi hrun yfir þjóðina og gerði einstaklingana að þrælum. Þeir puða við að borga af krítarkortinu og skuldunum og sjá aldrei til sólar. Á sama tíma raka greifar landsins saman milljörðum. Þetta er átakanlegt gjaldþrot kapítalismans.