Laugaveg vantar þak

Punktar

Sem verzlunargata hefur Laugavegur aldrei náð upp fyrir Vitastíg. Ofan hans hefur alltaf verið slæðingur af lausum gluggum, ekki sízt næst strætótorginu Hlemmi. Þótt ferðamenn séu orðnir yfir milljón ári, þótt hótel og lundabúðir þyrpist að. Reynt hefur verið að breyta Laugavegi í göngugötu að sumarlagi. Samt eykst ekki sókn í gluggapláss. Eitthvað vantar. Held það sé veðrið, sama náttúruaflið og hindrar hugsjónina um bílfrjálsa borg. Til að gera Laugaveg að göngugötu þarf að yfirbyggja hana. Koma þar upp gegnsæju þaki til varnar regni og roki. Gömul og góð reynsla er af slíkum gallerie í Napólí og Mílanó.