Fyrst er hér aðvörun: Matarhúsið Teni er alvaran, fyrir sérfræðinga. Þarna eru ekki gafflar eða skeiðar. Í staðinn er matnum að hætti Eþiópíu skóflað upp með súrdeigsflatbrauði, sem þarna er tæpast nógu þétt til slíks. Mundu að nota bara hægri hönd, þá hreinu. Viljirðu borga 2000 kr fyrir hádegismat, er betra að fara í venjulegt veitingahús. Hér færðu bara kryddsterka grauta, nautagrauta, lambagrauta, kjúklingagraut og grænmetisgrauta, alla með sama bragðinu. Kaffið frá Eþiópíu er samt gott, afgreitt í leirpotti, sem sveiflað er, svo að þú finnir ilminn góða. Hér voru áður Kryddlegin hjörtu, er fluttust á Hverfisgötu.