Hamfarir íslams

Punktar

Sagnfræðin segir okkur, að alla tíð hafi íslam verið herskárri en gengur og gerist um höfuðtrúarbrögð heims. Á allra síðustu árum hefur róttæk bókstafstrú geisað eins og faraldur um samfélög múslima. Ræturnar eru hjá wahabítum í Sádi-Arabíu og þaðan koma peningarnir líka. Bókstafstrúin byggist ekki bara á kóran múslima, heldur á túlkunum ýmissa klerka. Frægastur er ABU BAKR NAJI, sem boðar grimmdarlegt ofbeldi. Hann er andlegur lærifaðir ISIS, sem hefur gengið fram af fólki upp á síðkastið. Ungir múslimar af vesturlöndum flykkjast í þann hóp og koma síðan aftur. Vesturlönd þurfa að stórefla viðbúnað vegna þessara hamfara.