Framsóknarmenn beggja flokka ímynda sér, að tjáningarfrelsi felist í að þurfa ekki að sæta gagnrýni. Séu Sigmundur Davíð eða Ásmundur Friðriksson gagnrýndir, segja þeir slíkt vera skerðingu á tjáningarfrelsi sínu. Menn þurfa að vera úti að aka til að halda slíku fram. Tjáningarfrelsi felst í að mega tjá sig, þar á meðal að gagnrýna aðra eða gera grín að þeim. Gagnrýni getur út af fyrir sig aldrei talist skerðing á tjáningarfrelsi. Felist gagnrýni í, að gert sé grín að skoðunum bjána, er það engin skerðing á persónufrelsi þeirra. Þeir geta eigi að síður haldið áfram að tjá sig eða „taka umræðuna“ eins og málhaltir orða það.