Alcoa segir Fjarðarál sitt vera frábæra fjárfestingu. Enda er hér boðið upp á heimsmet í lágu orkuverði og laun eru hér hlægilega lág. Samt er verð á áli svo lágt í útflutningi, að álverið rétt skrimtir. Þetta gengur greinilega ekki upp. Einhvers staðar síðar í ferlinu hækkar verð á álinu. Gróðinn kemur fram annars staðar en hér. Eva Joly segir þetta stafa af glufum í kerfinu, en Alcoa segir það fráleitt vera. Stjórnvöld gera fátt, því þau vilja bara virkja í spreng til að útvega verktökum tækifæri og að falsa tölur um hagvöxt. Ál er ómagi hér á landi, núll og nix. Borgar niður orkuver, en færir þjóðinni enga auðlindarentu.