Forsætisráðherra segir ekkert sérstakt hafa komið fram í sögufrægu símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar rétt fyrir hrun. Ef svo er, þá er ekkert því til fyrirstöðu að birta það. Þjóðin veit líka, að pólitíkusar ljúga, þegar þeir telja sér það kleift. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýgur ævinlega, segir aldrei satt orð, það er hans sérgrein. Enginn róast, þegar Sigmundur segir, að við þurfum ekki að vita innihald samtalsins. Málflutningur hans er venjulegur hroki forstokkaðs siðblindingja, sem þolir hvorki gagnrýni né önnur tengsl við veruleikann. Mál er, að þjóðin losni undan möru hans og fái öll gögn í hendur.