Róttækur jaðarflokkur

Punktar

Þjóðareign á kvóta stendur föst í ríkisstjórninni. Framsóknarmenn vilja nánast óbreytt núverandi ástand, sem byggist á ákvæði stjórnarskrár um þjóðareign. Sjálfstæðismenn vilja hins vegar þynna það, færa greifum meiri ráðstöfunarrétt og festa veiðigjaldið til langs tíma. Þeir eru einir um þá skoðun. Aðrir flokkar styðja þjóðareign. Og þjóðin valdi eindregna þjóðareign í þjóðaratkvæði um stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn er róttækur einkavæðingarflokkur, sem er handan hvers konar þjóðarsáttar um auðlindirnar. Þetta verður vafalítið stóra málið í næstu alþingiskosningum. Þá einangrast róttæklingarnir vonandi.