Tvö fífl í síma

Punktar

Aldrei hafa tvö fífl átt afdrifaríkara símtal en Davíð og Geir sex klukkutímum fyrir „guð blessi Ísland“ sjónvarpsræðu Geirs. Ákváðu að afhenda Kaupþingi afganginn af gjaldeyrissjóðnum. Tveir fávísir pólitíkusar gerðu mestu mistök í fjármálasögu landsins og ollu ríkissjóði 35 milljarða tjóni. Skiptir þá minna máli, hver sagði hvað í þessu samtali. Þeir tóku ákvörðun á ábyrgð þáverandi seðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar. Allur ferill Davíðs hefur síðan snúist um að falsa fjármálasöguna. Til þess hafa kvótagreifar afhent honum Moggann. Gegn því, að hann passi upp á, að greifarnir þurfi ekki að borga auðlindarentuna.