Þveröfugar skoðanir

Punktar

Viðskiptaráð predikar: „Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum.“ Ásdís Halla Bragadóttir predikar: „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri.“ Við sjáum þankagang öfgahópsins, Albanía bezt, Ísland í milli og Norðurlönd verst. Fleiri hafa skoðun, til dæmis þeir, sem taka til fótanna. Flestir hælisleitendur á Íslandi koma frá Albaníu. Og héðan frá Íslandi er stríður straumur fólks til Norðurlanda. Þeir, sem greiða atkvæði með fótunum, telja nefnilega Norðurlönd bezt, Ísland í milli og Albaníu versta.