Varið ykkur á Apple

Punktar

Farið varlega í skammir um forseta og forsætisráðherra fyrir að hunza bréf frá Apple. Við höfum slæma reynslu af fyrirtækjum, sem vilja fá fyrirgreiðslu til að efna til rekstrar. Apple er alræmt fyrir hörku í kröfum um skattaafslætti, undanþágur og aðra ölmusu frá skattgreiðendum. Ég hef enga trú á, að viðræður við Apple skili neinu. Þótt gott sé að selja orku, er engin ástæða til að selja hana á tombóluverði. Sem hefur því miður verið gert hér í samningum við álver, kísliver og gagnaver. Hér hugsa menn bara um að fá upp í jaðarkostnað og bara smávegis af atvinnutækifærum. Sá tími á að vera liðinn, nú má anda með nefinu.