Lamaðir fjölmiðlar

Fjölmiðlun

Umræður á alþingi sýna, að ekkert tillit var tekið til haugs af athugasemdum um svokallaða kerfisáætlun Landsnets. Sú áætlun gerir ráð fyrir, að Landsnet geti valtað yfir sveitarfélög, sem heimta jarðlínur í stað loftlína. Gerir líka ráð fyrir, að hið pólitíska vald geti engin afskipti haft af yfirgangi Landsnets, sem trúir á guðinn Loftlínuturn. Hagsmunir ferðaþjónustunnar koma hvergi fram í frumvarpinu, enda telja Jón Gunnarsson og atvinnuveganefnd, að ferðaþjónusta sé ekki atvinnuvegur. Svartasta afturhaldið hefur öll tögl og hagldir í nefndinni, óskir hennar um athugasemdir eru sýndarmennska. Ekki er orð um þetta í fréttum.