Frá Látravík um Almenningaskarð að Horni og Yztadal í Hornvík.
Leiðin um Almenningaskarð er ein ógnvænlegasta gata landsins.
Hjá fossinum Drífanda, sem fellur í sjó fram, er hringlaga Dugguhola í ströndinni. Suður af Almenningaskarði eru fyrst Hestskarð og síðan Kýrskarð, sem benda til, að þar hafi verið farið með húsdýr, þótt skörðin séu há og brött.
Förum frá sæluhúsinu í Látravík á Hornströndum norður eftir bjarginu neðan við Hest, fyrst hjá Blakkabási og fossinum Drífandi. Síðan norður á brattann í átt að Almenningaskarði í 300 metra hæð. Stígurinn þræðir bjargbrúnina og skarðið er nánast við bjargbrúnina, þar sem er 280 metra fall niður í sjó. Síðan förum við norðvestur og niður í Innstadal, fyrst um bratta brekku og síðan um mýrar og móholt út með ströndinni að Horni í Hornvík. Við Svaðaskarð er gengið á brattann og meðfram Miðfelli norður í Yztadal.
7,1 km
Vestfirðir
Skálar:
Látravík: N66 24.641 W22 22.741.
Nálægar leiðir: Atlaskarð, Hornstrandir.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort