Enn þrjózkast Gunnar Bragi Sveinsson við að halda áfram aðild Íslands að hinum lokuðu TISA viðræðum um skerðingu fullveldis gagnvart risafyrirtækjum. Það er án efa að undirlagi kaupfélagsstjórans á Króknum. Halda átti þessum viðræðum leyndum og niðurstöðunni leyndri í fimm ár fram yfir undirskrift. Wikileaks kom í veg fyrir þá ógæfu. Samt gefast bófarnir ekki upp. Enn segir Gunnar Bragi, að samningurinn verði opinberaður, þegar hann hefur verið undirritaður. Kemur að litlu gagni, þegar samningurinn segir berum orðum, að hann sé óuppsegjanlegur. Svona víðtækt framsal fullveldis má aðeins afgreiða með þjóðaratkvæðagreiðslu.