Fyndið er, þegar stjórn og stjórnarandstaða heimta aðgerðir gegn skrímslum, sem þau hafa sjálf alið. Bankarnir eru bezta dæmið um slík skrímsli. Fyrrverandi ríkisstjórn gerði ekki handtak til að bremsa bankana og núverandi ríkisstjórn hefur ekki heldur lyft hendi til þess. Samt þykjast pólitíkusar fjórflokksins geta rifið sig hása um bankana. Þar fer auðvitað fremstur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis, sem frægastur er fyrir að vera enn í stjórnarandstöðu. Hann segir framkomu bankana ótæka og ekki ásættanlega. Tekur svo fram, að hann sé sjálfur valdalaus. Ábyrgðina beri einhver óviðkomandi Bankasýsla ríkisins!