Áfangafell

Frá norðvesturhorni Blöndulóns vestur fyrir Sauðafell suður á Kjalveg.

Hluti tengileiða úr Húnaþingi suður á Kjalveg.

Byrjum við þjóðveg 35 á vegamótum Áfangaleiðar og Stífluvegar við norðvesturhorn Blöndulóns. Förum til suðurs vestan við Blöndulón og Áfangafell að skálanum Áfanga sunnan undir fellinu. Síðan áfram til suðurs vestan við þjóðveginn F35 og vestan Sauðafells í 560 metra hæð. Fyrir sunnan fellið beygjum við til austurs inn á þjóðveg F35 norðvestan við Hanzkafell. Þaðan liggur svo leiðin suður á Kjalveg.

17,6 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Áfangi: N65 08.951 W19 43.744.

Nálægar leiðir: Friðmundarvatn, Áfangi, Stífluvegur, Blönduvað, Skagfirðingavegur, Hanzkafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort