Álftamýrarheiði

Frá Álftamýri við Arnarfjörð um Álftamýrarheiði að Hólum við Dýrafjörð.

Á Kirkjubóli bjó Jóhannes Ólafsson galdramaður fyrri hluta nítjándu aldar. Af honum fóru miklar sögur, en aldrei komst hann undir manna hendur. Á Álftamýri voru löngum stundaðar hvalveiðar og voru þar menn sérþjálfaðir í að skutla hvali. Þegar hvalveiðar hófust í stórum stíl, hvarf hvalur úr Arnarfirði.

Förum frá Álftamýri vestur fyrir Álftamýrarmúla og síðan austur Fossdal. Úr botni dalsins bratt upp í Kvennaskarð á Álftamýrarheiði í 540 metra hæð. Og strax bratt niður í Kirkjubólsdal og norður dalinn að Kirkjubóli við Dýrafjörð, rétt hjá Þingeyri. Loks frá Kirkjubóli að þjóðvegi 623 við Hóla í Dýrafirði.

15,8 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta. Mjög bratt
Jeppafært

Nálægar leiðir: Lokinhamrar, Sandafell, Göngudalsskarð, Kvennaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort