Ásólfsgata

Frá Bjarnastöðum eða Staðarhóli í Saurbæ að Fagradal á Skarðsströnd.

Ásólfsgötu er getið í Sturlungu árið 1170. Þar segir: “Og þriðju nótt hina næstu fyrir þingið fóru þeir Einar Ingibjargarson yfir fjall hið efra og ofan í Traðardal upp frá Staðarhóli; en þeir gerðu tvo menn hið efra um Melárdal og ofan Ásólfsgötu á njósn að vita um naut þau, er komin voru úr Búðardal. Þeir komu á móti þeim Einari í Þverárdal og sögðu að nautin vær nær túni á Staðarhóli.”

Staðarhóll hefur öldum saman verið höfuðból. Þorgils Oddason bjó þar um miðja 12. öld. Síðan varð Staðarhóll eitt af höfuðbólum Sturlunga. Sturla sagnaritari Þórðarson bjó þar rúma þrjá áratugi. Staðarhóls-Páll bjó þar og var leiðtogi höfðingja gegn staðarforráðum kirkjunnar.

Förum frá Bjarnastöðum í Staðarhólsdal í Saurbæ. Bratt vestur og upp í skarðið norðan Hrútaborgar í 280 metra hæð og síðan vestur og niður Seljadal. Þegar við komum að Fagradal beygjum við í norðvestur að Innri-Fagradal á Skarðsströnd.

7,7 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Sælingsdalsheiði

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag