Ásólfsstaðir

Frá Hamarsheiði að Ásólfsstöðum og Skriðufelli í Þjórsárdal.

Einnig er leið inn Ásólfsstaðaskóg að baki Skriðufells inn að fjallaskála í Kletti. Þangað má einnig fara af þessari leið, ef haldið er lengra upp með Þverá og ekki beygt að Ásólfsstöðum Falleg skógarleið um Ásólfsstaðaskóg. Skógrækt ríkisins hefur friðað og ræktað upp skóg, sem fyrir var í dalnum. Ekki er lengur hefðbundinn búskapur á Ásólfsstöðum eða annars staðar í Þjórsárdal.

Förum frá Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi norðaustur heiðina ofan við Fossnes um Hellnaholt og Stekkjarás. Förum norðan við Þverá og Svartagljúfur og sunnan við Vörðukinn. Síðan yfir Selá og áfram austur með Þverá sunnan og austan undir Geitafelli. Síðan aftur norðaustur milli Geitafells og Selfitafjalls og áfram yfir Grjótá og enn meðfram Þverá norður fyrir Ásólfsstaðafells. Þar förum við austur hlíðina niður í Ásólfsstaðaskóg og suður skógargötur að Ásólfsstöðum. Síðan um bæjarleið milli Ásólfsstaða og Skriðufells.

Hjá Skriðufelli hefst hinn varðaði Sprengisandsvegur, sem liggur upp Gnúpverjaafrétt að Sóleyjarhöfðavaði eða Arnarfelli.

16,0 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Þjófagil, Fossnes, Hamrarsheiði, Þjórsárholt, Klettur, Þjórsárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson