Bakkagötur

Frá Þóroddsstöðum við Apavatn að Hæðarenda í Grímsnesi.

Hæðarendi var að fornu miðstöð umferðar um Suðurland, sérstaklega milli Þingvalla og Skálholts. Leiðin um Bakkagötur er sýnd í grófum dráttum á kortinu.

Sturla Sighvatsson reið árið 1238 frá Hrafnabjörgum um Hrafnabjargaháls, hjá Reyðarbarmi og um Beitivelli að Apavatni. Kom þangað að morgni, en er leið á daginn kom Gissur og með honum fjörutíu manns. Þeir tóku tal saman og Sturla lét heldur ólíkindalega, en skyndilega ákvað hann að handtaka Gissur og afvopna menn hans. Daginn eftir reið allur hópurinn út í Grímsnes. Þeir fóru Bakkagötur milli Þóroddsstaða og Bjarkar. Síðan hjá Klausturhólum og norðan við Seyðishóla, hjá Miðengi og þaðan að Álftavatnsvaði. Frá Álftavatnsvaði fóru þeir skammt fyrir sunnan Torfastaði um svonefnt Ferðamannagil og síðan um Grafningsháls. Af Grafningshálsi fóru þeir fyrir neðan bæinn Gljúfur og út með hlíðinni að Reykjum í Ölfusi.

Förum frá Þóroddsstöðum suðvestur Bakkagötur og norðan bæjar að Björk og síðan að Klausturhólum og yfir öxlina norðan Seyðishóla að þjóðvegi 351 sunnan Hæðarenda.

10,2 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Álftavatnsvað, Búrfellsgötur, Lyngdalsheiði, Eskidalsvað, Biskupavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Örn H. Bjarnason