Frá Keflavík til Meiribakka í Skálavík.
Snarbratt að norðanverðu, en ekki klettar. Keflavík var í byggð með hléum á fyrri öldum. Þar hefur orðið manntjón í brimi og lendingu. Síðast var hér bústaður vitavarðar.
Förum frá Keflavík austur Sunndal og og síðan austnorðaustur og upp Norðdal að stórri vörðu. Austur um Bakkaskarð í 470 metra hæð og síðan mjög bratt og grýtt austur í Bakkadal í Skálavík. Loks norður að Meiribakka í Skálavík.
5,6 km
Vestfirðir
Mjög bratt
Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.
Nálægar leiðir: Ófæra, Skálavíkurheiði, Norðureyrargil.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins