Gunnar Bragi bullar

Punktar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ver siðlausar TISA-viðræður með, að þær séu ekki leyndar. Samt eru þær alveg leyndar og bundnar trúnaði í fimm ár fram yfir undirritun. Við vitum samt um þær, því WIKILEAKS komst yfir gögnin og birti. Ekki með vitund og vilja aðila viðræðnanna og ekki með vitund og vilja Gunnars Braga. Hann telur Wikileaks vera skæruliða. Uppkast TISA felur í sér framsal valds frá þjóðríkjum til risafyrirtækja og dómstóla þeirra. Felur í sér, að þjóðir mega ekki verja umsamin laun fyrir undirboðum risafyrirtækja, sem flytja inn þræla eins og gert er í Katar. Gunnar Bragi bullaði á þingi í gær, vanur slíku.