Bjarnagata

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Hvalskeri í Patreksfirði um Bjarnagötu að Móbergi á Rauðasandi.

Var fyrrum kaupstaðarleið Rauðsendinga.

Förum frá Hvalskeri suðvestur Hall milli Skersár að norðan og Litladalsár að sunnan. Beygjum síðan til suðurs að þjóðvegi 614, þar sem hann þverbeygir til suðausturs. Þar förum við yfir slóð milli Sauðlauksdals og Konungsstaða í Patreksfirði. Fylgjum þjóðveginum inn í Mjósund, en förum þar austur af veginum á Bjarnagötu, sem liggur nær gilinu en þjóðvegurinn. Förum suðaustur Bjarnagötudal að vegi um Rauðasand og loks austur með þeim vegi að Móbergi á Rauðasandi.

8,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Rauðisandur, Hreggstaðadalur, Strandaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort