Bjólfell

Frá Næfurholti um Bjólfell að Slýlæk við Heklubraut.

Talið við fólkið í Næfurholti, þar er farið um hlaðið. Falleg leið að fjallsbaki.

Förum frá Næfurholti norðaustur og upp brekkurnar og síðan suður um skarðið milli Bjólfells að suðvestanverðu og Hádegisfjalls að norðaustanverðu. Síðan suður um Selvatn og austan við Kinn og þaðan suðvestur um Breiðabug að Haukadalsöldu. Förum suðvestur frá henni um Hryggi og Selsundstjörn að Slýlæk og á Heklubraut.

7,7 km
Rangárvallasýsla

Nálægir ferlar: Knafahólar, Heklubraut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson