Blönduvað

Frá fjallaskálanum Áfanga við Blöndulón til Galtarár við Blöndulón.

Gamli Skagfirðingavegurinn, nú kominn að hluta undir Blöndulón. Sýndur á kortinu af sagnfræðilegum ástæðum, ekki til að hvetja menn til ferðar um hann, því að hann er ófær.

Hér lá Skagfirðingavegur vestur á Arnarvatnsheiði til Borgarfjarðar og Reykjavíkur fyrir tíma Blöndulóns. Þá fylgdust Skagfirðingar með hrosslaga skafli í Mælifellshnjúki. Þegar svo var komið fram á sumar, að bógurinn var sundur á hestinum, var talið orðið fært vestur Skagfirðingaveg. Þar sem lónið er, mátti áður sjá 26 samhliða reiðgötur á kafla. Förum frá Áfanga austnorðaustur um Kúluheiði að núverandi Blönduvaðsflóa, þar sem Blönduvað er komið á kaf í Blöndulón. Handan flóans liggur leiðin norðan Blönduvatns, að Kjalvegi frá Svörtukvíslarskála til Galtarárskála á Eyvindarstaðaheiði. Þessi leið er ófær vegna Blöndulóns.

12,9 km
Húnavatnssýslur

Ekki fyrir hesta
Ekki fyrir göngufólk

Skálar:
Áfangi: N65 08.951 W19 43.744.

Nálægir ferlar: Haugakvísl.
Nálægar leiðir: Skagfirðingavegur, Áfangafell, Hanzkafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort