Frá Breiðuvík um Breiðavíkurháls til Láganúps í Kollsvík.
Breiðavík er þekktust fyrir misheppnað uppeldisheimili drengja, sem þar var. Í Kollsvík var ágætt útræði og voru þar 25 bátar um aldamótin 1900.
Förum frá Breiðuvík austnorðaustur að fjallinu Breið og norður upp í það og síðan norðnorðvestur á fjallið og um Breiðavíkurháls í 220 metra hæð. Þaðan norður og niður fjallið að austurhlið Litlavatns. Að lokum norðnorðaustur um Hnífa að Láganúpi í Kollsvík.
7,3 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Stæðavegur, Brúðgumaskarð, Hafnarfjall, Kóngsskarð, Látraháls.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort