Frá Görðum í Staðarsveit um Búðaós að Búðum.
Framhald til vesturs af ferðum um Löngufjörur.
Búðaós var lengi helzti kaupstaður Snæfellsness og lagðist verzlun þar niður 1930. Í Eyrbyggju nefnist ósinn Hraunhafnarós. Mikill munur flóðs og fjöru er í ósnum og gott skjól fyrir úthafsöldunni.
Förum frá Görðum í Staðarsveit nokkur hundruð metra meðfram þjóðvegi og gegnum hlið suður í gullna sandfjöru. Síðan vestur eftir gullinfjörunni alla leið að Búðaósi. Förum hundrað metra upp með Búðaósi og svo yfir ósinn ofan við klett, sem er handan við ósinn.
12,4 km
Snæfellsnes-Dalir
Nálægir ferlar: Löngusker, Klettsgata.
Nálægar leiðir: Bláfeldarskarð, Fróðárheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson