Evrópa sundrar okkur

Punktar

Ég hafði lengi barist fyrir aðild að Evrópusambandinu. Samt sannfærður nú um, að hún sé ekki þess virði. Deilurnar í síðustu ríkisstjórn sannfærðu mig um, að þær sundruðu samstarfinu. Hér er augljós og eindregin andstaða við aðildina. Deilurnar um hana komu tveimur bófaflokkum til valda og urðu þjóðinni þannig til stórtjóns. Auk þess hefur Evrópusambandið versnað upp á síðkastið. Í stað áherzlu á félagslegan jöfnuð og neytendavernd komust siðblindir vinir bankstera og auðgreifa þar til valda. Fyrst með José Manuel Barroso og síðan með Jean-Claude Juncker. Eins og hér. Áróður fyrir aðild Íslands núna skemmtir bara skrattanum.