Dalsheiði

Frá Hoffelli í Hornafirði um Dalsheiði að Strandarhálsi í Lóni.

Hoffellsdalur er flatur dalur með bröttum fjallstindum og djúpum giljum beggja vegna.

Förum frá Hoffelli inn Hoffellsdal og um reiðstíg norður Vatnshlíð að Hoffellsvatni, mest í 660 metra hæð, og síðan austur Hrossamýrar á Dalsheiði og austsuðaustur eftir heiðinni allt út að Strandarhálsi við þjóðveg 1 í Lóni. Einnig er hægt að fara út af heiðinni norður í Skyndidal eða suður í Laxárdal, sem fylgja sömu stefnu og heiðin.

29,5 km
Skaftafellssýslur

Nálægar leiðir: Reifsdalur, Illikambur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins