Deildardalsjökull

Frá Eyrarlandi á Höfðaströnd um Deildardalsjökul upp á Heljardalsheiði.

Þessi leið var áður fyrr mikið farin og þótti auðveld, en langt er samt milli byggða.

Förum frá Eyrarlandi austur Deildardal, um eyðibýlið Stafn og síðan austur Seljadal norðanverðan. Upp úr dalbotninum förum við á Deildardalsjökul í 940 metra hæð norðan Jónasartinds. Þaðan þvert yfir Hákambaleið og höldum hundrað metra austur að Stóruvörðu á Heljardalsheiði í 870 metra hæð. Sú heiði liggur milli Kolbeinsdals í Skagafirði og Svarfaðardals í Eyjafirði.

15,5 km
Eyjafjörður

Skálar:
Heljardalsheiði: N65 49.658 W18 57.567.

Nálægar leiðir: Hákambar, Heljardalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort