Drangar

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Karlsá á Ufsaströnd um Dranga að Burstarbrekku í Ólafsfirði.

Stutt leið, en erfið í Dröngum, samt mikið farin fyrrum. Dalvíkurmegin í skarðinu er sennilega of bratt fyrir hesta.

Förum frá Karlsá beint austur Karlsárdal sunnan við Hrafnabjargahnjúk og inn í dalbotn handan hnjúksins. Þaðan förum við beint norður á bratta fjallseggina í 800 metra hæð. Þar heita Drangar í skarðinu. Síðan förum við norður Burstarbrekkudal með Kerahnjúk austan við okkur og Hólkotshyrnu vestan við okkur. Komum niður að Burstarbrekku, förum svo með vegi norður fyrir Ólafsfjarðarvatn til Ólafsfjarðar.

14,5 km
Eyjafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Sandskarð, Grímubrekkur, Múlakolla.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort