Dyngjur

Frá Frostastaðavatni meðfram Dyngjum til Valagjár.

Leiðin er að mestu í sandi undir hlíðum stórbrotinna fjalla. Bakhliðin á Löðmundi einkennir landslagið. Valagjá er risavaxin gossprunga norðaustur-suðvestur, sem skerst inn í Valahnúk. Þarna eru úfið hraun og skarpir litir. Engin veiði er í Frostastaðavatni, en þjóðsagan segir, að þar hafi verið byggð og mannfólkið dáið af öfuguggaáti.

Byrjum við þjóðveg F208 við norðvesturenda Frostastaðavatns. Förum með þjóðvegi F208 til norðurs. Þegar við komum norður fyrir Löðmundar-fjallgarðinn förum við vestur með fjallgarðinum, sem þarna heitir Dyngjur. Förum sunnan við Litla-Melfell og síðan áfram til vesturs að Valagjá suðvestan Valafells.

29,5 km
Rangárvallsýsla

Jeppafært

Nálægir ferlar: Landmannaleið, Fjallabak nyrðra, Sauðleysur.
Nálægar leiðir: Valafell, Sigalda, Bjallavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson