Frá Eiríksstöðum í Jökuldal um Eiríksstaðaveg til Bessastaða í Fljótsdal.
Þekkt leið úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Fyrrum var kláfur yfir Jökulsá á Dal við annan hvern bæ. Nú fara þeir, sem koma þessa leið, yfir ána á brú hjá Brú.
Byrjum handan fljótsins andspænis Eríksstöðum í Jökuldal. Þangað er stutt leið frá Brú, þar sem margar leiðir koma saman. Förum austur á fjallið að Sauðá og síðan suðaustur með ánni að Eyvindará. Þar beygir slóðin til austurs og liggur fyrir sunnan Vegakvísl ytri. Við förum áfram austur og yfir Sanskeiðiskíl að Vegufs. Við förum suðaustur að Sauðabanalækjum við þjóðveg 910 ofan við Bessastaði.
22,5 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Vegkvíslar, Eyvindará, Fljótsdalsheiði, Þrívörðuháls, Aðalbólsleið, Buskutjörn, Búðarháls.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort