Frá Fákshverfinu hringleið um Elliðavatn.
Talið er, að Kjalarnesþing hafi verið háð í Þingnesi, sem er nú orðin eyja í Elliðavatni. Þetta var löngum ein þekktasta jörð Reykjavíkur og höfðingjasetur um skeið. Þar ólst upp Einar Benediktsson skáld. Bæjarstæðið er glæsilegt, en umhverfi breyttist mjög, þegar vatnið var stíflað vegna Elliðaárvirkjunar. Þar sem vatnið er núna, voru áður hinar frægu Elliðavatnsengjar. Reiðleiðin umhverfis vatnið er að hluta um byggð í Kópavogi.
Förum frá Faxabóli suðaustur undir brú á Breiðholtsbraut og síðan suður yfir Bugðu og austur að bílvegi til Heiðmerkur. Fylgjum þeim vegi yfir brú á Elliðavatni. Förum síðan eftir reiðvegi meðfram vatninu austanverðu og sunnanverðu að sumarhúsahverfi í Fífuhvammi. Förum eftir reiðvegamerkingum um Vatnsendahverfið að norðvesturhorni Elliðavatns. Þar förum við undir Breiðholtsbrautarbrúna yfir Elliðaár og fylgjum reiðslóð að hesthúsahverfi Fáks í Faxabóli.
9,6 km
Reykjavík-Reykjanes
Nálægir ferlar: Elliðaárdalur, Rauðavatnshringur, Rauðhólahringur, Jórukleif.
Nálægar leiðir: Mosfellssveit, Kóngsvegur, Dyravegur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson