Eyvindará

Frá Grund í Jökuldal um Fljótsdalsheiði að Bessastöðum í Fljótsdal.

Hliðarleið af gamalli þjóðleið austur-vestur yfir Fljótsdalsheiði og liggur hún norður að Jökulsá andspænis Grund á Jökuldal í stað Brúar.

Byrjum austan Jökulsár á Dal, andspænis Grund í Jökuldal. Þangað er stutt frá brúnni milli Klaustursels og Hákonarstaða. Förum suður með Eyvindará, síðan austur um Ytri-Vegakvísl og Sandskeiðiskíl, suðsuðaustur á Vegufs. Þaðan er leið norður Þrívörðuháls. Við förum suðaustur að vegi 910 við Sauðabanalæk ofan við Bessastaði í Fljótsdal.

23,8 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Vegkvíslar, Fljótsdalsheiði, Þrívörðuháls, Eiríksstaðavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort