Frá Gljúfraborg í Breiðdal um Fanndalsskarð til þjóðvegar 96 í Stöðvarfirði.
Byrjum við Gljúfraborg eða Þverhamar í Breiðdal. Förum norðnorðaustur upp Fanndal beint í Fanndalsskarð í 650 metra hæð. Úr skarðinu förum við norður og niður brattann í Fossdal, þar sem við sameinumst leið um Fossdalsskarð. Þaðan förum við áfram niður fjallið. Að lokum förum við austur láglendið að þjóðvegi 96 í Stöðvarfirði.
5,3 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Gunnarsskarð, Fossdalsskarð, Stöðvarskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is