Gaukshöfðavað

Frá Gaukshöfða í Gnúpverjahreppi að Skarfanesi í Landsveit.

Gaukshöfðavað er efsta vaðið á þessum slóðum og það, sem sjaldnast er farið, enda oftast ófært, þótt það sé feiknarlega breitt. Eingöngu má fara þetta vað undir leiðsögn staðkunnugra manna og á traustum vatnahestum. Hafa þarf samband við Búrfellsvirkjun um vatnsmagn í Þjórsá.

Sagan segir, að bræður tveir, sem áttu bara einn hest, hafi lengi notað Gaukshöfðavað þannig, að annar teymdi og hinn sat hestinn. Hét sá Bergsteinn, sem jafnan óð.

Förum frá Gaukshöfða einn kílómetra suðvestur með þjóðveginum, þar sem hann liggur yfir á. Þaðan er farið austur á grundirnar með ánni og áfram beint í austur á Gaukshöfðavaði yfir Þjórsá, heldur á móti straumi. Frá landi austan vaðs er stutt leið suðaustur að eyðibýlinu í Skarfanesi.

8,0 km
Árnessýsla, Rangárvallasýsla

Ekki fyrir hesta
Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Hagavað, Skarðsfjall, Skarfanes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort