Geldingatjörn

Frá Bringum í Mosfellssveit upp á Kóngsveginn til Þingvalla.

Var áður þjóðleið milli Mosfellssveitar og Þingvalla.

Byrjum við þjóðveg 36 neðan við Seljabrekku. Förum eftir jeppaslóð suðaustur að eyðibýlinu Bringum. Þaðan austnorðaustur fyrir norðan Geldingatjörn og síðan fyrir sunnan Leirvogsvatn. Austur um Illaklif og áfram austur að Þrívörðu. Þar mætum við Kóngsveginum, sem liggur áfram til Þingvalla.

10,3 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Nálægar leiðir: Kóngsvegur, Illaklif, Mosfellsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins