Frá Vöðlavík um Gerpisskarð til Sandvíkur.
Skarðið liggur hærra en Tregaskarð, er um 700 metrar, en greiðfærara og fært hestum. En það er töluverður krókur.
Förum frá Vöðlum í Vöðlavík austnorðaustur um Gerpisdal í Gerpisskarð. Þaðan norður og niður að Gerpisvatni og vestnorðvestur dalinn að Sandvíkurá og beygjum þar til norðausturs með ánni. Leiðin endar á Parti í Sandvík eða við sæluhúsið í Sandvík.
8,5 km
Austfirðir
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Hjörleifur Guttormsson